Gjaldskrá
Almenn gjaldskrá Stakfell-Stóreign
Gildir frá janúar 2020 1. Almennt um Þóknun
Eftirfarandi gjaldskrá er leiðbeinandi um þjónustu og gildir nema að um annað hafi verið samið. Söluþóknun er umsemjanleg og byggir á mati á markaðssvæði, seljanleika og nánara samkomulagi.
Þóknunarfjárhæðir í gjaldskránni eru tilgreindar með virðisaukaskatti nema annað sé tekið fram.
2. Kaup og sala
Sala fasteigna og skráðra skipa í einkasölu 2,45% af söluverði auk virðisauka.
Sala fasteigna og skráðra skipa í almennri sölu 2,95% af söluverði auk virðisauka.
Aðstoð og/eða skjalafrágangur við sölu og kaup fasteigna og skráðra skipa 1% af söluverði, þó aldrei lægri en kr. 420.360-
Sala félaga og atvinnufyrirtækja 5% af heildarsölu, þ.m.t. birgðir auk virðisaukaskatts.
Sala sumarhúsa 3,0 % af söluverði auk virðisaukaskatts, þó aldrei lægri en kr. 420.360-
3. Þóknun fyrir Leigumiðlun
Þóknun fyrir gerð leigusamnings er kr. 49.600.-
Þóknun fyrir fulla þjónustu við milligöngu um og gerð leigusamnings samsvarar mánaðar leigu hins leigða auk virðisaukaskatts. Þó aldrei lægri en kr: 99.000.-
Fyrir almenna ráðgjöf og eftirfylgni, t.d. vegna vanefnda, greiðist samkvæmt tímagjaldi.
Leigutaki sem kemur í leigusamning hjá Stakfell greiðir þjónustugjald kr. 6.200,-
Atvinnuhúsnæði
Þóknun fyrir gerð leigusamnings um atvinnuhúsnæði styttri en fimm ár, samsvarar eins mánaðar leigu auk virðisaukaskatts.
Þóknun fyrir leigusamning, sem gerður er til fimm ára eða lengri tíma samsvarar tveggja mánaðar leigu auk virðisaukaskatts.
4. Skoðun og verðmat fasteignar
Skriflegt verðmat á íbúðum er kr. 29.900.-
Skriflegt verðmat á rað- par- og einbýlishúsum er 39.900.-
Skriflegt verðmat á atvinnuhúsnæði er samkvæmt sérsamningi milli aðila.
5. Ýmis skjalagerð og ráðgjöf
Þóknun fyrir yfirferð og skoðun á samningum og skjölum við sölu eða kaup fasteigna og skipa eða annarra eigna sem fasteignasali, lögmaður eða annar hefur gert er samkvæmt tímagjaldi.
Í þeim tilvikum sem gerð veðleyfa, veðbandslausna, umboða, skuldabréfa, tryggingabréfa og annarra gjörninga, sem ekki tengist kaupsamningsgerð er þóknun kr. 5.000.- fyrir hvert skjal með vottun ef við á auk tímagjalds.
Þóknun fyrir ráðgjöf, leiðbeiningar og fundarsetu er samkvæmt tímagjaldi.
6.Ýmis ákvæði
Kaupendaþóknun (umsýslugjald). Kaupandi fasteignar greiðir fast gjald kr. 64.900- fyrir þjónustu fasteignasölunnar.
Seljandi fasteignar greiðir fast gjald kr. 64.900,- vegna öflunar gagna um eignir, svo sem vegna veðbókarvottorða, ljósrits teikninga og annarra skjala.
Kostnað við gerð og birtingu auglýsinga skal viðskiptamaður greiða samkvæmt gjaldskrá á söluumboði.
7.Tímagjald
Almennt tímagjald er kr. 18.600,-
Tímagjald löggilts fasteigna- og skipasala er kr. 25.000.-