535 – 1000
Stúdíóíbúðir - reykjavík , 105 Reykjavík
0 Kr.
Fjölbýli
1 herb.
35 m2
Stofur
1
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
2021
Lyfta
Fasteignamat
25.450.000 Kr.
Brunabótamat
52.250.000 Kr.

Stakfell fasteignasala og Jón G. Sandholt kynnir fullbúnar 30-60m2 stúdíóíbúðir ásamt 3st tveggja herbergja, án gólfefna á flottum stað í Reykjavík. 

Eignirnar skilast fullbúnar án gólfefna. Meðfylgjandi gögn sem afhend eru á fundi vegna forsölu eru einungis til stuðnings um hvernig endanlegt útlit gæti litið út.


Í íbúðunum verða vandaðar eldhúsinnréttingar, baðinnréttingar og fataskápar með möguleika á uppþvottavél í eldhúsinnréttingu. Lamir og skúffubrautir með ljúflokun.
Glerveggur fyrir sturtu er jafnhár flísalögn, er úr hertu gleri og vandaðar festingar. Heimilistæki, þ.e keramik helluborð, ofn og eldhúsvifta/háfur frá viðurkenndum framleiðanda, sambærilegt AEG. Salerni er vegghengt með vatnssparandi þrýstirofa, handlaug er í borði innréttingar með einnar handar blöndunartæki.Hitastýrð einnar handar blöndunartæki eru í sturtum/baðkörum. Sturtur eru flísalagðar.
Eldhúsvaskar ásamt blöndunartækjum eru ryðfrí og vönduð. Gólf afhendast án gólfefna, að undanskildum votrýmum og anddyri íbúða sem eru flísalögð. Flísar eru á böðum og í anddyri.
Ekki er leyfilegt að vera með niðurlímt parket og á gólfum skal vera hljóðdúkur, með a.m.k. 21dB. einangrunargildi, undir hörðum yfirborðsfrágangi, s.s flísum og parketi. Flísar eru með hálkustuðul R10 eða hærri.

Eignirnar afhendast í byrjun árs 2022, skilalýsing þessi er ekki tæmandi og tekur tekið lítilsháttar breytingum.

Fyrir nánari upplýsingar sendið tölvupóst á [email protected] 


-----------------------------------------------------------------------
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila / Fyrstu kaup - 0,4% af heildarfasteignamati
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
5. Kaupandi greiðir stimpilgjald þegar brunabótarmat liggur fyrir. 

Senda fyrirspurn um eignina