535 – 1000
Neshagi , 107 Reykjavík
72.000.000 Kr.
Fjölbýli
4 herb.
121 m2
Stofur
2
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1951
Lyfta
Nei
Fasteignamat
62.950.000 Kr.
Brunabótamat
37.650.000 Kr.

STAKFELL kynnir: Íbúð á 1.hæð við Neshaga 19 sem þarfnast endurnýjunar að innan. Að utan er verið að gera við múr hússins og skipta um gler og glugga. Þá verður húsið endursteinað í sumar. 

Íbúðin sem er upprunalega að innan skiptist í forstofu, eldhús, tvær stofur, hol, 2 svefnherbergi  og baðherbergi. 


Nánari lýsing: 121,7 fm. íbúð við Neshaga 19. Íbúðin er 113,7 og geymsla 8,0 fm. Samtals 121,7 fm.

Allar nánari upplýsingar veitir Jóhanna Gígja, löggiltur fasteignasali, í síma 662 1166 eða [email protected]

Eigendur brýna fyrir fólki að kynna sér eignina vel þar sem þau hafa ekki sjálf búið í íbúðinni. 


Sérinngangur. 
Forstofa með dúk á gólfi. Úr forstofu er gengið niður í sameiginlegt þvottahús og geymslugang. 
Hol er dúkalagt, innbyggt fatahengi. 
Tvær samliggjandi stofur, rúmgóðar, með stórum gluggum til suðurs, viðarrennihurð á milli stofa, gengið út á svalir til vesturs.
Eldhús með upprunalegum innréttingum, borðkrókur við glugga, dúkur á gólfi, upprunaleg tæki. 
Svefnherbergisgangur með fataskápum. 
Hjónaherbergi er rúmgott, innbyggður fataskápur, gengið út á svalir til s-austurs.
Barnaherbergi er rúmgott með innbyggðum fataskáp. 
Baðherbergi er upprunalegt með flísum á veggjum, baðkar, innrétting og tengi fyrir þvottavél. 

Geymsla er í sameign á jarðhæð. 
Sameiginlegt þvottahús á jarðhæð.
Inngangur í sameign um tröppur á norðurgafli. 
Skv. eignaskiptayfirlýsingu er bílskúrsréttur sem tilheyrir 1. og 2.hæð. 

Húsfélag er starfandi en ekki er greitt í hússjóð. 
Rætt hefur verið að smíða hjólageymslu. 

Framkvæmdir: 
Verið er að vinna að múrviðgerðum á húsinu. 
Framkvæmdir við gler- og gluggaskipti hefjast í maí og er áætlað að klára það verk í maí 2021.
Eftir að múrviðgerðum lýkur verður húsið steinað upp á nýtt, áætlað að það verk klárist sumar 2021.
Þær framkvæmdir sem taldar eru upp hér að framan verða greiddar af núverandi eigendum. 
Þak var endurnýjað og járn lagt á fyrir 20 árum. 
Kostnaður kaupanda af kaupum:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er fyrir einstaklinga 0,8% af heildarfasteignamati eignar. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi fyrir lögaðila er 1,6% af heildarfasteignamati eignar.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, veðleyfi og mögulega fleiri skjölum. - kr. 2.000 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu samkvæmt kaupendasamningi.


Stakfell fasteignasala bendir fasteignakaupendum á ríka skoðunarskyldu kaupenda sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Skorað er á kaupendur að kynna sér vandlega ástand fasteigna og nýta til þess aðstoð sérfræðinga.  Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.

Fasteignasalan Stakfell | Borgartún 30 | 105 Reykjavík | Sími 535 1000 | www.stakfell.is

Senda fyrirspurn um eignina