535 – 1000
Fannafold , 112 Reykjavík
129.900.000 Kr.
Einbýli
5 herb.
197 m2
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1988
Lyfta
Nei
Fasteignamat
83.350.000 Kr.
Brunabótamat
78.000.000 Kr.

STAKFELL KYNNIR í einkasölu: Fallegt, vel skipulagt og mikið endurnýjað einbýlishús með stórglæsilegu útsýni á einni hæð innarlega í botnlanga við Fannafold 167 í Grafarvoginum.

Húsið sem er 4-5 herbergja einbýli á einni hæð með innbyggðum bílskúr var endurnýjað að mestu að innan árið 2019 á afar smekklegan hátt, granít á borðum, gólfhiti, 4 metra lofthæð í aðalrými upp í mæni og arinn, út-teknir gluggar í eldhúsi og stofu. Gróinn garður með góðum útsýnispalli og heitum potti.   

Hér má sjá kynningarmyndband af húsinu

Nánari upplýsingar gefa Hafþór Örn S: 699-4040, [email protected]  og Erling Proppé S:690-1300, [email protected]

Húsið er skráð 197,8 fm. skv. skrá Fasteignamats Þjóðskrár, þar af er bílskúrinn 26,5 fm.

Eigin skiptist í anddyri, þrjú svefnhergi með möguleika á því fjórða, baðherbergi, eldhús, þvottahús, stóru alrými og bílskúr. 

Nánari lýsing á eigninni:
Andyri: Rúmgott með góðum skápum, Parketflísar á gólfi. innangengt í bílskúr frá andyri. Gólfhiti
Eldhús: Bjart og fallegt eldhús með nýlegri innréttingu, út-teknir gluggar,  stór eldhúseyja með spanhelluborði, granít á borðum. wi-fi innbyggð led lýsing í lofti, parketflísar á gólfi og gólfhiti.
Stofa: Stór og björt stofa með út-teknum gluggum, allt að 4 metra hæð uppí mæni, wi-fi innbyggð led lýsing í lofti. Arinn, parketflísar á gólfi, gólfhiti
Borðstofa: Samtengt stofu, wi-fi tengd innbyggð led lýsing lofti, parketflísar á gólfi. Gólfhiti.
Baðherbergi: Glæsilegt baðhergi með fallegri innréttingu, granít vaski, innbyggðum Vola blöndunartæki fyrir ofan vask, spegill með baklýsingu, upphengt salerni, sturta með Hansa innbyggðum blöndunartækum, reyk litað sturtugler, handklæðaofn, varmaskiptir í bílskúr er tengdur fyrir baðherbergi. Innangengt í hjónhergi frá baðherbergi. Parketflísar á gólfi. Gólfhiti.
Hjónaherbergi: Rúmgott hjónaherbergi með góðu skápaplássi, útgengt útá pall frá hjónaherbergi, vínylparket á gólfi, gólfhiti.
Svefnhergi I: Stórt herbergi sem er í raun gert úr 2 herbergjum, hægt að breyta aftur í 2 herbergi, vínylparket á gólfi, gólfhiti. 
Sverfnherbergi II: Rúmgott með vínylpartketi á gólfi, gólfhiti. 
Bílskúr: Innangengt í bílskúr frá anddyri, heitt og kalt vatn, bílskúrshurð með bílskúrshurðaopnara og sér inngangur í bílskúr. 
Þvottahús: Innangengt í þvottahús frá eldhúsi, rúmgott með flísum á gólfi. góð innrétting þar sem gert er ráð fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð. útgent er útá lóð frá þvottahúsi.
Garður: Gróinn og skjólgóður garður með góðum útsýnispalli,  hægt er að ganga útá pall bæði frá stofu og hjónaherbergi,  heitur pottur, stórglæsilegt útsýni úr garðinum yfir faxaflóann og Esjuna.
Plan: Hellulagt með snjóbræðslu. 

Framkvæmdir sem farið hefur verið í nýlega samkvæmt seljanda
Árið 2020: Þakkantur og gluggar málaðir
Árið 2019: Húsið uppgert að miklu leiti að innan, en farið var í öll rými fyrir utan þvottahús og bílskúr. 
Það sem meðal annars var gert.
- Skipt var um gólfefni, parketflísar settar í andyri, stofu, eldhús og gang, vínylparket í svefnherbergin, en gólfefnin eru frá Álfaborg.
- Ný eldhúsinnrétting og eldhúseyja, granít á borðum.
 -Baðherbergi gert upp.
- Gólfhiti í öll rými fyrir utan þvottahús og bílskúr.
- Settur upp varmaskiptir í bílskúr fyrir baðherbergi.
- Loftlýsing í alrými, eldhús og stofu er innbyggð LED lýsing með WiFi stýringu sem hægt er að stýra með vefþjónustum eða með hefðbundnum rofum. 
- Skipt um tengla og rofa í húsinu. 
- Nýjar innihurðar frá Agli Árnasyni

Allar nánari upplýsingar veitum við fúslega,
Hafþór Örn, Aðstoðarmaður Fasteignasala S:699-4040, [email protected] & Erling Proppé, Aðstoðarmaður fasteignasala, S 690-1300, [email protected]
Þorlákur Ómar Einarsson, löggiltur fasteignasali.


Kostnaður kaupanda vegna kaupa:  Stimpilgjald kaupsamnings einstaklinga  er  0,8%  og lögaðila  1,6% af fasteignamati eignar. Lántökugjald getur verið breytilegt eftir lánastofnunum,  oftast 1%. Þinglýsingargjald er 2.000 fyrir hvert skjal. Þjónustu- og umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. STAKFELL fasteignasala bendir öllum sem hugsa sér að kaupa, að kynna sér vel ástand fasteignarinnar við skoðun fyrir tilboðsgerð og leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf þykir.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Senda fyrirspurn um eignina