535 – 1000
Dynskógar , 810 Hveragerði
94.900.000 Kr.
Einbýli
5 herb.
252 m2
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
3
Inngangur
Sér
Byggingaár
2018
Lyfta
Nei
Fasteignamat
78.950.000 Kr.
Brunabótamat
101.950.000 Kr.

Eignin er seld með fyrirvara um fjármögnun

Stakfell fasteignasala
og Jón G. Sandholt kynnir virkilega flott og vandað 252m2 fimm herbergja einbýlishús á einni hæð við Dynskóga 11, Hveragerði. Lóðin er í heild sinni 1052m2 og er mjög rúmgóð. Eignin telur fjögur svefnherbergi, þrjú baðherbergi, 60m2 bílskúr, borðstofu/hol, eldhús, stofu og þvottahús.

Steypt stétt er hringinn í kring um húsið, hiti í bílaplani og gönguleið að anddyri og þvottahúsi. Lýsingin í húsinu er hönnuð af Helga í Lumex og er Granít í öllum borðplötum. Hans Grohe tæki og Smeg tæki í eldhúsi. Innfelld lýsing í öllu húsinu nema bílskúr.  Quick Step parkett extra breið borð. Gólfhiti í öllu nema bílskúr og stýrist hann ásamt lýsingu af [email protected] kerfinu sem er í húsinu. Varmaskitir er á neysluvatni, gólfhita og snjóbræðslu. Klæðningin að utan er sérunnin álklæðning. Hægt að hafa gróðurhús í garði, lagnir til staðar. Tvö Bose hljóðkerfi eru í húsinu annað í stofu og eldhúsi og hitt í bílskúr og einnig tengt út. Samtengdir reykskynjarar í öllum rýmum. Loftræsikerfi í öllum rýmum nema bílskúr. SwissTrax gólf í bílskúr. Garður girtur með álgirðingu, einnig skjólveggir úr sama. Í garði er heitur nuddpottur með 50 stútum ásamt köldum potti. Smellið HÉR til að sjá nánar um [email protected] kerfið.

Allur lokafrágangur þ.m.t þakkantur, málningarvinna í þvottahúsi ofl verður klárað fyrir afhendingu eignar.


Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við Jón G. Sandholt lögg. fasteignasala í síma 777-2288 eða [email protected].

Nánari lýsing:

Anddyri með parlet á gólfi og fataskáp.
Þvottahús er með flísum á gólfi.
Svefnherbergi I er með parket á gólfi og telur 11,2m2
Svefnherbergi II er með parket á gólfi og telur 14,6m2 inn af því er baðherbergi með sturtu.
Svefnherbergi III er með parket á gólfi og telur 9,5m2
Hjónaherbergi er rúmgott með baðherbergi inn af hjónaherbergi ásamt fataherbergi og telur 14,6m2.
Eldhús er í L með granít á borðum ásamt eyju, gaseldavél er í eyju.
Borðstofa/hol er rúmgóð með parket á gólfi.
Baðherbergi I er inn af svefnherbergi II og er flísalagt að hluta til með sturtu.
Baðherbergi II er með frístandandi baðkari og tveim handlaugum, sturtu og upphengdu WC.
Baðherbergi III er inn af hjónaherbergi með sturtu, flísalagt að hluta til.
Bílskúr er 60m2 að stærð með slitsterku gólfefni SwissTrax sjá nánar.
Sólpallur telur 95m2 með heitum og köldum potti á 1052m2 lóð.

Smelltu hér fyrir teikningar af húsinu. Húsið er staðsett rétt við hamarinn og þar er mikið úrval af fallegum gönguleiðum.

Allar nánari upplýsingar veitir Jón G. Sandholt lögg. fasteignasala í síma 777-2288 eða [email protected]

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af fasteignamati (eða 0,4% við fyrstu-kaup kaupanda) eða 1.6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingagjald af hverju skjali kr. 2.000,-
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt um 1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu samkv. samningi

Senda fyrirspurn um eignina