535 – 1000

Brúarflöt

210 Garðabær

Tegund
Einbýli
Stærð
206 m2
Herbergi
6
Stofur
2
svefnherbergi
4
baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingarár
1971
Lyfta
Nei
Fasteignamat
65.650.000 kr.
Brunabótamat
55.700.000 kr.
áhvílandi
0 kr.

Verð 89.500.000 kr.

STAKFELL KYNNIR Í EINKASÖLU: Brúarflöt 3, 210 Garðabær. Um er að ræða einbýlishús á einni hæð með tvöföldum bílskúr, sem teiknað er að Kjartani Sveinssyni. Eignin skiptist í forstofu, stofur, eldhús, þvottahús, 3 svefnherbergi, baðherbergi og salerni. Eignin er samtals 206,7 fm. Húsið er 155,5 fm og bílskúrinn er 51,2 fm.

Nánari lýsing: Gengið er inn í flísalagða forstofu með góðu skápaplássi, á hægri hönd í forstofu er salerni og herbergi á vinstri hönd með parketi og skápum.
Gengið er inní opið rými frá forstofu, þar sem er sjónvarpshol sem er einnig með svaladyrum út í garð, og glæsileg betri stofa með arni. Mjög vandað og vel með farið Maribou parket á öllum gólfum, stofugluggar og verönd snúa til suðurs.
Gengið er inn svefnherbergisgang þar sem er afar rúmgott og snyrtilegt  baðherbergi með baðkari og sturtu, hvítri innréttingu og allt flísalagt. Hjónaherbergið er rúmgott með skápum og parketi á gólfi, þar á móti er aukaherbergi sem einnig er með parketi á gólfum og mikið af skápaplássi.
Eldhús er allt nýttekið í gegn með glæsilegum innréttingum frá Brúnás og kork flísum á gólfi. Inn af eldhusi er gengið inn í þvottahús/geymslu með nýrri innréttingu fyrir þvottavél og þurrkara.

Nýtt gler er í eldhúsi en annað gler í húsinu í góðu standi. Búið er að skipta um rafmagn að hluta. Einnig var skipt um þak og rennur í húsinu, og húsið tekið allt í gegn, múrviðgerðir og þessháttar fyrir 10 árum síðan.

Bílskúrinn er tvöfaldur 51,2 fm, öðru megin er búið að innrétta íbúð sem er með litlu salerni.  

Samþykki er fyrir 100 fm stækkun á húsinu.

Nánari upplýsingar veitir Karen Ósk Sampsted Nemi í löggildingu fasteignasala, í síma 869-9967 eða karen@stakfell.is eða Matthildur Sunna Þorláksdóttir Lögg. fasteignasali, í síma 690-4966 eða matthildur@stakfell.is

Kostnaður kaupanda vegna kaupa: Stimpilgjald kaupsamnings einstaklinga  er  0,8%  og lögaðila  1,6% af fasteignamati eignar. Lántökugjald getur verið breytilegt eftir lánastofnunum,  oftast 1%. Þinglýsingargjald er 2.000 fyrir hvert skjal. Þjónustu- og umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.